Einfaldir rafrænir reikningar og kröfustofnun í netbanka

Einfaldasta notendaviðmótið til að stofna löggildan rafrænan reikning, í hvaða tæki sem er.

Virkjaðu kröfustofnun svo það verði til greiðsluseðill og krafa í netbanka greiðanda sjálfkrafa.

Viltu bæta sjóðstreymið? Bjóddu greiðanda upp á hraðgreiðsluafslátt sé krafa greidd innan þriggja daga.

Ertu að bjóða upp á áskriftir eða raðgreiðslur? Með Konto getur þú auðveldlega stillt upp áætlun fyrir sjálfvirka útgáfu á reikningum.

Kröfustofnun með þínum viðskiptabanka

Birtist í netbanka greiðanda

Þú gengur frá innheimtusamningi við þinn viðskiptabanka og tengir netbankanotanda við notandann þinn á Konto.is

Við útgáfu reiknings hakarðu við ,,kröfustofnun"

Krafa stofnast sjálfkrafa í netbanka greiðanda

Færð tilkynningu þegar búið er að greiða kröfu

Kostnaðarskráning

Skráðu kostnaðinn í Konto

Einfaldaðu málið bæði fyrir þig og bókarann þinn með því að skrá kostnaðinn beint inn í Konto. Bókhaldskerfið sækja kvittanir í Konto og bókarinn bókar. Skráður kostnaður kemur fram á vsk skýrslum og einfaldar þar með vsk uppgjör. 

Áskriftarreikningar frá Konto skrást sjálfkrafa

Hægt að hlaða inn mynd af kvittun/reikning

5 staðlaðir flokkar fyrir bókun á kostnaði.

Áskriftarreikningar samkvæmt áætlun

Sendu reglulega eins reikninga

Þú stillir upp áætlun fyrir útgáfu reikninga, hvort sem þú ert að bjóða upp á að dreifa greiðslu eða setja upp rukkun fyrir einhverskonar áskrift.

Reikningar sendast sjálfkrafa samkv. áætlun

Þú færð tilkynningu við útgáfu og greiðslu

Sendu reikninga á hópa og meðlimi

Sendu eins reikninga á marga

Notaðu Konto til að innheimta félagsgjöld og styrki, safna áheitum o.fl. Sendu áskriftarreikning eða staka reikninga á heilu hópana. Sjá nánar hér.

Hladdu inn lista úr einföldu excel skjali

Settu upp áskriftarreikninga fyrir meðlimi

Sendu eins reikninga á alla í hópnum

Aukanotandi

Eitt fyrirtæki - ein áskrift

Fyrirtæki munu geta með auðveldum hætti bætt við aðgangi fyrir bókara eða sölufulltrúa - án þess að greiða aukalega fyrir.

Veita bókara aðgang fyrir almenna umsjón

Veita sölumanni aðgang að þínu fyrirtæki

Ekkert mál að læra á kerfið og byrja að selja

Hraðgreiðsluafsláttur fyrir þína viðskiptavini

Skapaðu hvata fyrir skjótri greiðslu

Þú getur valið að bjóða greiðanda upp á afslátt af heildarupphæð sé krafan greidd innan þriggja daga frá útgáfu.

Þú velur % eða fasta upphæð fyrir afslátt

Sjálfkrafa kreditreikningur fyrir afslættinum

Færð tilkynningu þegar búið er að greiða kröfu

Selja vörur á netinu - ekkert mál!

Söluform fyrir þínar vörur

Þegar þú velur að útbúa söluform fyrir vöru á konto.is þá útbýr kerfið einstaka vefsíðu fyrir þig, þar sem þú getur tekið við pöntunum.

Viðskiptavinir fylla út söluformið og panta vöru

Krafa stofnast sjálfkrafa í netbanka greiðanda

Færð staðfestingu þegar búið að greiða

Tegund fyrir vörusíðu og söluform sem hægt er að velja: Lagervara, Áskriftarvara og frjáls framlög.

Hreyfingalisti - skýrsla fyrir viðskiptamenn

Viðskiptayfirlit og staða

Það er afar einfalt að útbúa hreyfingalista - skýrslu sem sýnir yfirlit fyrir reikninga, kredit reikninga og greiðslur fyrir einstaka viðskiptamenn.

Velur viðskiptamann og ,,Útbúa hreyfingalista"

Velur tímabil, skráir skilaboð og netfang (ef þarf)

Sendir PDF skýrslu á viðskiptavin og/eða bókara

Skýrslur - stakar skýrslur og skýrslur í áskrift

Skýrslur fyrir þín heildarviðskipti

Þú getur valið að keyra út staka skýrslu fyrir gefið tímabil og fengið yfirlit fyrir alla reikninga. Einnig hægt að setja skýrslu í áskrift og fá reglulegu sent yfirlit.

Allir reikningar á gefnu tímabili

Skýrslur sýna VSK yfirlit fyrir skráningu á útskatt

Fáðu t.d. tveggja mánaða yfirlit 1. hvers mánaðar

Tenging við WooCommerce vefverslanir

Kröfustofnun og rafrænir reikningar

Tengingar við vefverslanir svo að seljendur geti boðið uppá kröfustofnun sem greiðslumáta og einfaldað útgáfu sölureikninga.

Heldur utan um viðskiptavini og vörur

Krafa í netbanka sem greiðslumáti

Reikningar áframsendir í bókhaldskerfi

Tenging við DK fjárhags- og bókhaldskerfið

Fyrir einfaldara notendaviðmót

Ef þú ert að nota DK kerfið þá geturðu virkjað viðbót sem sækir reikninga og kostnaðarskránignar í Konto.

Viðbótin miðlar upplýsingum milli kerfa

Upplýsingar eru eins í báðum kerfum

Reikningur úr Konto bókast í DK

Tenging við NAV fjárhags- og bókhaldskerfið

Gerðu allt í snjallsímanum

Þú virkjar NAV viðbót á konto.is, færð þar lykil sem þú nýtir til að virkja Konto viðbót í NAV - þetta tengir kerfin og einfaldar notendaviðmótið. 

Kerfið sækir/sendir upplýsingar sjálfkrafa

Upplýsingar eru eins í báðum kerfum

Reikningar & útgjöld bókast sjálfkrafa í NAV

Spurningar eða ábendinga? Við viljum heyra frá þér