Konto uppfærsla apríl 2023

Umboðsaðilar 2.0

Með nýju umboðsaðilaviðmóti er betri yfirsýn yfir þá notendur sem þú hefur aðgang að. Ferlið við að fá aðgang og veita öðrum aðgang er einnig  einfaldara en áður.

Uppfæra áskriftarreikninga

Núna geturðu breytt áskriftarreikningum sem stofnuð hefur verið útgáfuáætlun vegna s.s. vöru, fjárhæð, afslætti, dagsetningu o.fl.

Mörg netföng fyrir auka afrit

Bætt hefur við möguleika á að senda reikning á mörg netföng í stað aðeins tveggja áður.

Konto á pólsku / Konto w języku polskim

Konto er núna á þremur tungumálum: Íslensku, ensku og pólsku / Konto jest już dostępne w języku polskim.

Umboðsaðilar 2.0 (fyrir bókara)

Eftir að notandi hefur virkjað hjá sér viðbót fyrir umboðsaðila þá birtist hjá honum ný ljósblá stika vinstra megin á síðunni. Í henni sér hann alla þá notendur sem hann hefur fengið aðgang að. 

 • Til að fara inn á aðgang viðkomandi notanda er einfaldlega smellt á hringinn með upphafsstöfum hans (með því að setja músina fyrir ofan hringinn sést fullt nafn). Í kjölfarið er hægt að framkvæma allar aðgerðir fyrir hönd viðkomandi notanda. 
 • Efst á síðunni stendur alltaf í gulum kassa inn á hvaða notanda þú ert skráður. Til að fara aftur heim á aðgang umboðsaðila þá er smellt á "Heim" efst í stikunni.
 • Þegar þú ert inni á þínum aðgangi (sem umboðsaðili) þá birtist í stað HEIM takkans upp í vinstra horninu takki til að bæta við nýjum notanda. Viðkomandi notandi fær síðan boð frá þér um að samþykkja að veita þér aðgang. 

Auka stika til að hoppa á milli notenda

Uppfæra þína áskriftarreikninga

Núna er hægt að breyta áætlun fyrir útgáfu áskriftarreikninga. Í því felst að hægt er að breyta öllum upplýsingum á reikningi s.s. kaupanda, fjárhæð, dagsetningu, afslætti og fleira. Breytingarnar hafa aðeins áhrif á óútgefna (framtíðar) reikninga skv. áætluninni. Þegar breytingar eru vistaðar þá færðu val um að senda skilaboð á kaupanda með upplýsingum um breytingarnar.

Aðgerðir og umsjón > Áskriftarreikningar umsjón

Fleiri aukanetföng hjá kaupanda

Nú er hægt að vera með mörg aukanetföng á viðskiptavinaspjaldinu (í stað eins áður). Skráð aukanetföng fá þá einnig send afrit af reikningum.

Viðskiptavinir > Viðbótarupplýsingar

Konto á pólsku / Konto w języku polskim

Pólsku hefur nú verið bætt við sem tungumáli á Konto. Þýðingin er ennþá að nokkru leyti í vinnslu og eru allar ábendingar um betrumbætur velkomnar :) 

Velja tungumál

Skilaboð með XML viðhengi

Þegar útgefinn reikningur er núna sendur aftur á tölvupósti sem viðhengi er í boði að senda einnig XML-ið með sem viðhengi með tölvupóstinum. 

Yfirlit reikninga > Velja reikning > Senda sem viðhengi með skilaboðum

Aðrar nýjungar og betrumbætur

 • Aðgangur fyrir umboðsaðila nú ókeypis - færður í Grunnur áskriftina
 • Aðgangur fyrir kaupendur til að stilla móttöku reikninga og GLN lista einnig ókeypis
 • Hægt að sjá alla reikning sem hafa verið gefnir út á móti áskriftaráætlun
 • Leiðbeiningar uppfærðar
 • Boð fyrir umboðsaðila fer nú aðeins fram í gegnum tölvupóst (ekki hægt að velja úr lista)
 • Tungumála icon uppfærð
 • Einnig hægt að senda PDF á netfang fyrir greiðendur sem vilja móttaka XML
 • Fjöldi færslna sem hægt er að sækja í PDF skýrslum takmarkaður (til að auka skilvirkni)
 • Bætt við mögulega fyrir notendur að eyða sjálfur aðgangi
 • Aðrar betrumbætur á útliti og þýðingu

Uppfærslur í mars mánuði

 • Saga reiknings
 • Betri kostnaðarskráning og stærra stjórnborð
 • Betri skýrslur
 • Ein island.is auðkenning fyrir marga konto notendur
 • Ferli fyrir "Leiðrétta reikning"
 • Umsjón á GLN kostnaðarstöðum
 • Leið til að sækja alla reikninga frá Konto úr yfirliti á áskriftarsíðu
 • XML skeytaþjónustu uppfærð til samræmi við nýja staðla
 • Nýjar vörur stofnaðar í senda reikning ferlinu sjálfvirkt skráðar á vörulistann
 • Möguleiki á að skipta um tungumál í haus (efst til hægri) á konto.is
 • Konto API Postman safn gert aðgengilegt á https://kontois.postman.co/
 • Ef eindagi kröfu er uppfærður, þá birtist nýr eindagi á yfirlit reikninga
 • Ef reikningur með kröfu er handvirkt merktur "Greiddur" þá fellir kerfið niður kröfuna
 • Merkingar í að senda reikning ef greiðandi er merktur sem "Undanskilin VSK"
 • Uppfærður tölvupóstur á útgefendur reiknings ef valið er að senda ekki skilaboð á greiðanda

Sjá nánar hér: Mars uppfærslan

Næst á döfinni í þróun

 • Tenging við Bokun - einföld reikningagerð út frá bókunum
 • Verkþáttaskráning - halda utan um tímaskráningu og einfalda reikningagerð
 • Safna afhendingarseðlum og útbúa eina sölupöntun út frá mörgum seðlum
 • Bókhalds- og launaþjónusta þriðja aðila
 • Sjálfvirk og hagkvæm innheimtuþjónusta
 • Verktakamiðar og skilaskýrslur fyrir Skattur.is
 • Kerfisuppfærsla og myndavarsla fyrir kostnaðarskráningu og reikningsviðhengi

Til hamingju, nú veist þú allt um uppfærsluna!

Kveðja,

Konto teymið