Konto uppfærsla mars 2023

Saga reiknings

Nú er ítarleg saga fyrir hvern reikning þar sem fram kemur dagsetning og tími allra aðgerða s.s. sending, móttaka, áminningar um greiðslur o.fl. 

Betri kostnaðarskráning

Taktu mynd af kvittun/reikning og skráðu inn grunnupplýsingar um kostnað. Einföld skráning sem skilar sér í skýrslur fyrir bókara.

Betri skýrslur

Vöruskýrslur og fleiri möguleikar fyrir Excel úttak. Ítarlegri DK skýrsla - einfaldara fyrir bókara!

Einfalt ferli til að "leiðrétta reikning"

Ferli sem leiðir notendur í gegnum það að leiðrétta reikning (útbýr kreditreikning fyrir eldri reikning ásamt því að senda nýjan reikning).

Saga reiknings

Með því að smella á viðkomandi reikning getur þú á einum stað sé alla sögu hans, allt frá stofnun til greiðslu. Fyrir hverja aðgerð kemur fram hvenær hún var framkvæmd, bæði dagsetning og tími. Fyrir reikninga sem sendir eru sem XML kemur t.d. fram hvenær hann var sendur af okkar þjónustuaðila (skeytamiðill) og hvenær hann var afhendur til þjónustuaðila greiðanda. Í tilviki reikninga sem sendir eru sem PDF á tölvupósti þá kemur fram hvort og hvenær móttakandi (greiðandi) opnaði tölvupóstinn. Í boði er að skrá athugasemdir ef að þú átt í einhverjum samskiptum við greiðanda, s.s. ef hann biður þig um að breyta eindaga kröfu. Frábær leið til að fá góða yfirsýn yfir sögu reiknings. 

Yfirlit reikninga > Velja reikning

Betri kostnaðarskráning

Ný og betri kostnaðarskráning. Núna er ennþá einfaldara að halda á einum stað utan um alla kostnað þinn (fyrirtækisins). Þú einfaldlega tekur mynd af reikningum og skrá inn helstu upplýsingar s.s. hvernig var greitt, kennitölu seljanda, heildarupphæð og upphæð virðisauka. Þægilegast að gera í gegnum síma með myndavél. 


Þú getur síðan reglulega sótt skýrslu fyrir bókarann (hægt er að setja upp skýrslur sem sendast sjálfvirkt) eða veitt bókaranum aðgang að Konto. 

Kostnaðarskráning

Stærra og betra stjórnborð

Stjórnborðið hefur verið stækkað svo það séu færri smellir í allt það helsta. Núna birtist fleiri valmöguleikar á stjórnborðinu fyrir þá sem hafa virkjað Kostnaðarskráningu.

Stjórnborð

Betri skýrslur

Skýrslur hafa tekið umtalsverðum umbótum. Helstu nýjungar eru þær að skýrslum sem sóttar eru sem excel skrár innihalda nú mun meiri upplýsingar en áður og hægt er að velja um hvort skýrslur eigi bara að innihalda sölu, kostnað eða bæði. Einnig voru gerðar aðrar smávægilegar breytingar til að gera skýrslurnar skýrari og betri.

Aðgerðir og umsjón > Skýrslur

Einfaldara ferli fyrir "Leiðrétta reikning"

Nokkuð algengt er að leiðrétta þurfi reikninga. Ef að villan er önnur heldur en að fjárhæð var of há þá hefur hingað til þurft að gefa bæði handvirkt út kreditreikning (sem þá núllar út vitlausa sölureikninginn) og senda nýjan réttan sölureikning. 


Núna er í boði að einfaldlega velja "Leiðrétta þennan reikning" og þá opnast reikningurinn í viðmóti þar sem hægt er að breyta honum að vild. Þegar ýtt er á senda þá gefur Konto kerfið sjálfkrafa út kreditreikning til móts við vitlausa sölureikninginn og síðan réttan sölureikning. Þetta sparar viðskiptavinum okkar umtalsverðan tíma og fyrirhöfn. 

Yfirlit reikninga > Velja reikning > Leiðrétta þennan reikning

Örugg rafræn auðkenning

Tengdu núverandi aðgang við island.is auðkenningu. Mögulegt að tengja marga aðganga við sama rafræna skilríkið. Þú einfaldlega ferð inn í notendaupplýsinga og smellir þar á island.is logoið. Í kjölfarið ertu beðinn um að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum. Næst þegar þú skráir þig inn þá geturðu einfaldlega smellt á island.is logoið og auðkennt þig með rafrænu skilríkjum. 


Ef þú hefur tengt marga aðgang við sama rafræn skilríkið þá færðu upp valmynd þar sem þú velur inn á hvaða aðgang þú vilt skrá þig inn á. 

Sækja reikninga frá Konto ehf.

Núna geta allir viðskiptavinir sótt alla reikninga sem Konto hefur sent þeim í zip-skrá. Það er gert með að smella á blá skýjið á Áskriftir og viðbætur síðunni eða á Inneign síðunni.


Notendur í greiddri áskrift geta þessu til viðbótar áfram skoða yfirlit yfir reikninga frá Konto undir Aðgerðir og umsjón - Reikningar frá Konto.

Áskriftir og viðbætur

Senda á GLN Kostnaðarstað

Færst hefur í aukana að stærri aðilar óska sem taka á móti rafrænum (XML) reikningum óski eftir því að sendandi skrá upplýsingar um kostnaðarstað. Kostnaðarstaðurinn er til þess að tryggja að reikningar skili sér rétta leið í bókhaldinu með eins sjálfvirkum hætti og hægt er. Sem dæmi um slíka seljendur má nefnda Reykjavíkurborg, Hagkaup og Krónuna.


Þegar reikningur er sendur á aðila sem tekur á móti XML-reikningum þá birtist reiturinn Kostnaðarstaður undir Viðbótarupplýsingar þegar verið er að senda reikning. Í þann reit er slegið (eða í sumum tilvikum valið úr felliglugga) kostnaðarstaðarnúmer kaupanda. Númerið þarf að vera 10-14 stafir (ef um innlendan aðila er að ræða þá er númerið 13 tölustafir og byrjar á GLN).


Nánari leiðbeiningar og myndir hér: https://heim.konto.is/nota-gln-fyrir-kostnadarstad/

Senda reikning

Aðrar nýjungar og betrumbætur

 • XML skeytaþjónustu uppfærð til samræmi við nýja staðla
 • Nýjar vörur stofnaðar í senda reikning ferlinu sjálfvirkt skráðar á vörulistann
 • Möguleiki á að skipta um tungumál í haus (efst til hægri) á konto.is
 • Konto API Postman safn gert aðgengilegt á https://kontois.postman.co/
 • Ef eindagi kröfu er uppfærður, þá birtist nýr eindagi á yfirlit reikninga
 • Ef reikningur með kröfu er handvirkt merktur "Greiddur" þá fellir kerfið niður kröfuna
 • Merkingar í að senda reikning ef greiðandi er merktur sem "Undanskilin VSK"
 • Uppfærður tölvupóstur á útgefendur reiknings ef valið er að senda ekki skilaboð á greiðanda

Næst á döfinni í þróun

 • Betri umboðsaðilavirkni - til að veita öðrum aðgang að þínum reikning t.d. bókara
 • Tenging við Bokun - einföld reikningagerð út frá bókunum
 • Verkþáttaskráning - halda utan um tímaskráningu og einfalda reikningagerð
 • Safna afhendingarseðlum og útbúa eina sölupöntun út frá mörgum seðlum
 • Bókhalds- og launaþjónusta þriðja aðila
 • Sjálfvirk og hagkvæm innheimtuþjónusta
 • Verktakamiðar og skilaskýrslur fyrir Skattur.is

Til hamingju, nú veist þú allt um uppfærsluna. Höldum ótrauð áfram!

Kveðja,

Konto teymið