Konto fyrir bókara og umboðsaðila

Aðgangur fyrir bókara kostar ekki neitt og geta bókarar því verið í Grunnur (ókeypis áskriftarleiðinni).


Ef þú ert ekki nú þegar notandi þá byrjaður á að nýskrá þig. Til að opna síðan fyrir það að aðrir geti veitt þér aðgang að sínum notanda á konto.is þá smellirðu á ,,Skrá mig sem umboðsaðili" undir Áskriftir og viðbætur. 


Fullkomið fyrir bókara og aðra aðila sem eru aðstoða aðra við reikningagerð og kostnaðarskráningu eða þurfa að sækja skýrslur/hreyfingalista.

Stillingar > Skrá mig sem umboðsaðili

Einföld notendaumsjón

Allir þeir sem veita þér umboð birtast í stikunni lengst til vinstri. Smelltu á þann notanda sem þú vilt opna og flakkaðu á milli þeirra að vild. 


Þú getur framkvæmt síðan framkvæmd allar aðgerðir, s.s. gefið út reikninga, skráð kostnað eða sótt skýrslur/hreyfingalista.

Ljósbláa stikan til vinstri

Stjórnborð bókara

Þegar bókarar skrá sig inn á konto.is með ókeypis aðgangi sínum mætir þeim strax stjórnborð sem sýnir alla þá notendur sem hafa virkjað tenginguna. Smelltu á innskrá sem notandi til að framkvæma aðgerðir og bæta við skjölum. Stækkaðu til að skoða yfirlit og hreyfingar niður á vsk tímabil og til að sækja bæði skýrslur og skjöl, til að keyra inn í bókhaldskerfin.

Stjórnborð

Sendu boð um að tengjast

Til að fá aðgang að nýjum notanda er einfaldast að smella á "Bjóða" upp í vinstra horninu og slá síðan inn netfang viðkomandi. Í kjölfærið fær hann beiðni á tölvupósti um að samþykkja aðganginn með því að smella á hlekk í póstinum.  


Sá sem veitir aðgang þarf að lágmarki að vera í FRÆ áskriftinni (1.990 kr. + vsk á mánuði). Ef hann er ekki þegar í greiddri áskrift þá virkjast tengingin þegar áskrift hefur verið keypt. 

Bjóða

Notandi veitir þér aðgang

Einnig er í boði að fara þá leið að notandi eigi frumkvæði að því að bjóða þér að fá aðgang að sínum notanda. Það gerir hann með því að virkja viðbótina "Veita þriðja aðila aðgang" undir Stillingar (möguleikinn birtist aðeins þeim sem eru að lágmarki í FRÆ áskrift). Í kjölfarið slær hann inn þitt netfang. Í kjölfarið færð þú tölvupóst þar sem þér er boðið að hafa aðgang.


Til þess að samþykkja smellirðu á hlekkinn í póstinum og ert í kjölfarið beðinn um að skrá þig inn á konto.is (ef þú ert ekki nú þegar skráður inn). Eftir innskráningu ættir þú að sjá viðkomandi notanda birtast í stikunni lengt til vinstri á síðunni (sjá mynd fyrir ofan).

Stillingar > Veita þriðja aðila aðgang

Takk fyrir okkur!

Kveðja,

Konto teymið