Konto uppfærsla nóvember 2023

Hópar - umsjón

Nú er mögulegt að hlaða inn lista af kennitölum til að skrá marga meðlimi í hóp í einu.

WooCommerce uppfærsla

Núna er hægt að útbúa drög að reikningi í Konto og viðskiptavinir geta óskað eftir XML reikningum. 

Ný Shopify viðbót

Ert þú með Shopify verslun og vilt getað sent reikninga í Konto? Hafðu þá samband.

Betri saga reiknings

Nú birtum við nánari upplýsingar fyrir reikninga og skilaboð sem ekki skila sér á móttakanda.

Sjálfvirk bókhaldsþjónusta (væntanlegt)

Óskum eftir aðilum í prófanir með nýrri hagkvæmri bókhaldsþjónustu (ókeypis prufutímabil)

Hópar - umsjón

Nú er í boði að uppfæra hópa með því að keyra inn lista af kennitölum núverandi notenda.



Þessi virkni hentar helst þeim sem eru að bæta við mjög mörgum í hóp á sama tíma. Í öðrum tilvikum mælum við með að velja "Skrá fleiri í hópinn" og setja þar inn nafn eða kennitölu viðskiptavina.


Fyrir hverja eru hópar? Þá sem þurfa að senda eins reikninga á marga.


Bendum á að mögulegt er að senda áskriftarreikning á hóp. Þá fer út eins reikningur á hópinn á þeim tímum sem þú velur t.d. mánaðarlega. Hægt er að tengja áskriftarreikninga við vísitölu neysluverðs


Aðgerðir og umsjón - Hópar umsjón

WooCommerce uppfærsla

Í Konto viðbótinni fyrir WooCommerce er núna hægt að útbúa drög að reikningi í Konto eftir sölu í WooCommerce. Áður var einungis í boði að stofna og senda reikning í Konto út frá söluupplýsingum. 


Í hvaða tilvikum hentar að stofna drög að reikningi? Þegar þú vilt getað breytt reikningi áður en þú gefur hann út. Sem dæmi bætt við vörulínum, breytt upplýsingum (s.s. gjaldmiðli), bætt við netfangi eða viðhengi. Einnig getur þetta hentað ef þú vilt senda einn reikning fyrir margar pantanir í vefverslun. 

Núna geta viðskiptavinir sem vilja fá rafrænan reikning (XML) hakað við það í kaupferlinu í  vefversluninni þinni. 

Vefverslanir

Ný Shopify viðbót

Með nýju Shopify viðbótinni er auðvelt að stofna reikning, eða drög að reikning, í Konto vegna sölu í Shopify vefverslun.  


Viðbótin er í prófunum og biðjum við þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þeim að hafa samband með að senda póst á support@konto.is

Vefverslanir

Betri saga reiknings

Nú birtast meiri upplýsingar í sögu reiknings, þ.m.t. upplýsingar um það hvers vegna ekki tókst að afhenda reikning. Sem dæmi ef þú slóst óvart inn rangt netfang.

Yfirlit reikninga - Velur viðkomandi reikning - Saga reiknings

Breytingar byggðar á ábendingum frá notendum

  1. Hægt að velja Bitcoin (BTC) sem gjaldmiðil á reikningi.
  2. Í boði að sækja hreyfingalista hjá einstaka viðskiptamönnum sem PDF skýrslu (auk .xls og .csv líkt og áður).
  3. Hægt að leita eftir reikningsnúmeri og bókunarupplýsingum í yfirlit reikninga.
  4. Nú kemur tilkynning á tölvupósti þegar ekki tekst að afhenda PDF reikning á tölvupósti (t.d. ef netfang er vitlaust) eða þegar ekki er hægt að afhenda XML reikning.
  5. Þegar reikningur er merktur sem greiddur við útgáfu þá er hægt að velja millifærsla sem greiðsluleið.

Takk fyrir hugmyndirnar!

Aðrar nýjungar og Betrumbætur

  • Fyrir stærri kaupendur sem taka eingöngu á móti XML reikningum og hafa skráð lista yfir kostnaðarstaði í Konto birtist reiturinn undir Viðskiptavinir þegar verið er að senda reikninga.
  • Mögulegt að afvirkja innskráningu með rafrænum skilríkjum - rjúfa tengingu við island.is (notendaupplýsingar)
  • Færðum geymslu á útgefnum PDF reikningum yfir í nýja og enn öruggari geymsluþjónustu.
  • Betrumbætur á kostnaðarskráningu og yfirliti vegna hennar. 
  • Betrumbætur á pdf forskoðun (áður en reikningur er sendur) til að sýna alltaf nákvæmlega hvernig reikningur mun líta út s.s. ef paypal.me er greiðsluleið eða ef reikningur er merktur sem greiddur við útgáfu.
  • Pólsk útgáfa vefsins uppfærð.
  • Tilkynning á tölvupósti þegar kostnaður er sjálfkrafa skráður (vegna reikninga frá Konto eða Konto notendum).
  • Listi viðskiptavina birtist nú í stafrófsröð.
  • Aðrar minniháttar betrumbætur og fix á böggum.

Næst á döfinni í þróun

  • Kortagreiðslur og greiðsluhlekkir sem greiðslumöguleiki.
  • Verk og tímaskráning (InTempus tenging) -  einfaldar reikningagerð.
  • Bókhalds- og launaþjónusta þriðja aðila.
  • Sjálfvirk og hagkvæm innheimtuþjónusta.
SENDA TILLÖGU

Ertu með tillögu eða ábendingu? Við viljum heyra frá þér.

Til hamingju, nú veist þú allt um uppfærsluna!

Kveðja,

Konto teymið